Portsmouth náði jafntefli gegn Manchester Unied Aron Örn Þórarinsson skrifar 15. ágúst 2007 18:26 Paul Scholes sést hérna sekúndubrotum áður en boltinn hafnaði í marki Portsmouth. NordicPhotos/GettyImages Portsmouth náði jafntefli á heimavelli gegn Manchester United í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United var einu marki yfir í hálfleik eftir að Paul Scholes skoraði fallegt mark á 15. mínútu. Benjamin Mwaruwari jafnaði leikinn fyrir Portsmouth á 53. mínútu. Cristiano Ronaldo og Sulley Muntari fengu rautt spjald í leiknum. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Portsmouth. Englandsmeistararnir hafa ekki byrjað tímabilið vel en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr fyrstu tveimur leikjunum. Portsmouth er einnig með tvö stig eftir tvo leiki. Leikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi.is. 94. mínúta - Leikurinn er búinn. 1-1 jafntefli er niðurstaðan. 90. mínúta - Rio Ferdinand á góðan skalla að marki Portsmouth. David James varði vel. Venjulegur leiktími er liðinn. Fjórum mínútum hefur verið bætt við. 88. mínúta - Skipting hjá United. Chris Eagles kemur inn á fyrir Wes Brown. 86. mínúta - Scholes á hættulegan skalla rétt yfir mark Portsmouth. 85. mínúta - Christiano Ronaldo er rekinn af velli. Allt lítur út fyrir að hann hafi skallað leikmann Portsmouth. Beint rautt. Vidic fékk einnig gult spjald. 83. mínúta. - Sulley Muntari rekinn af velli fyrir að fá sitt annað gula spjald fyrir brot á Carrick. 82. mínúta - Skipting hjá Manchester United. John O´Shea kemur inn á fyrir Ryan Giggs. 76. mínúta - David Nugent sleppur einn innfyrir en dettur um sjálfan sig. 72. mínúta - Ronaldo með gott skot úr teignum sem að James ver vel en nær ekki að halda boltanum. Tevez nær frákastinu en skýtur framhjá markinu. 68. mínúta - James ver glæsilega frá Giggs úr dauðafæri í horn. Eftir hornið klúðrar Vidic dauðafæri. 64. mínúta - Þriðja skiptingin hjá Portsmouth. Noe Pamarot yfirgefur völlinn en Richard Hughes kemur inn á í hans stað. 62. mínúta - Benjamin Mwaruwari á mjög gott skot sem að Van Der Saar ver út í teig. Nugent náði frákastinu en varnarmaður komst í veg fyrir boltann áður en Nugent náði skoti. 60. mínúta - Van Der Saar ver vel frá John Utaka sem að skaut föstu skoti fyrir utan teig. 54. mínúta - David James ver vel aukaspyrnu frá Ronaldo. Muntari fékk gult spjald fyrir að brjóta á Ronaldo. Leikurinn er orðinn mjög fjörugur. 53. mínúta - 1-1. Benjamin Mwaruwari jafnar leikinn með fallegu skallamrki eftir sendingu frá Matthew Taylor. 52. mínúta - Carlos Tevez skýtur yfir úr þröngu færi inni í vítateig Portsmouth. 50. mínúta - Nani kemst í ákjósanlegt færi eftir góða sendingu frá Ronaldo en James varði vel í markinu. 46. mínúta - Tvöföld skipting hjá Portsmouth. Matthew Taylor og Djimi Traore koma inn á fyrir Pedro Mendez og Martin Cranie. 45. mínúta. Hálfleikur. Staðan er 1-0 fyrir Manchester United. Paul Scholes skoraði stórglæsilegt mark á 15. mínútu. Leikurinn hefur ekki verið mikið fyrir augað. 35. mínúta. David James ver gott skot frá Ronaldo fyrir utan teig. Tevez var nálægt því að skora úr frákastinu. 30. mínúta - Leikurinn hefur róast mjög eftir markið. Fátt er búið að gerast. Tevez hefur tvívegis sloppið í gegn en verið réttilega dæmdur rangstæður. 17. mínúta - Patrice Evra skýtur knettinum yfir mark Portsmouth í ágætu færi. 15. mínúta - 0-1. Paul Scholes skorar stórglæsilegt mark fyrir Manchester United. Carlos Tevez renndi boltanum til Scholes sem þrumaði boltanum í netið fyrir utan teig. Óverjandi fyrir David James. 5. mínúta - Nemanja Vidic bregst illa við þegar David Nugent ýtir í bakið á honum. Vidic gekk að Nugent og ýtti honum í jörðina. Báðir sluppu við spjald en fengu tiltal frá dómaranum. ----------------------------------------------------------------------------- B yrjunarlið Manchester United: Edwin Van Der Sar, Wes Brown, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra, Cristiano Ronaldo, Michael Carrick, Paul Scholes, Luis Nani, Ryan Giggs, Carlos Tevez. Varamenn Manchester United: Chris Eagles,Darren Fletcher, John O´Shea, Gerard Pique, Tomasz Kuszczak. Byrjunarlið Portsmouth: David James, Noe Pamarot, Hermann Hreiðarsson, Martin Craie, Sylvain Distin, John Utaka, Pedro Mendes, Sean Davis, Sulley Muntari, Benjamin Mwaruwari, David Nugent. Varamenn Portsmouth: Nwankwo Kanu, Richard Hughes, Matthew Taylor, Djimi Traore, Jamie Ashdown. Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Portsmouth náði jafntefli á heimavelli gegn Manchester United í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United var einu marki yfir í hálfleik eftir að Paul Scholes skoraði fallegt mark á 15. mínútu. Benjamin Mwaruwari jafnaði leikinn fyrir Portsmouth á 53. mínútu. Cristiano Ronaldo og Sulley Muntari fengu rautt spjald í leiknum. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Portsmouth. Englandsmeistararnir hafa ekki byrjað tímabilið vel en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr fyrstu tveimur leikjunum. Portsmouth er einnig með tvö stig eftir tvo leiki. Leikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi.is. 94. mínúta - Leikurinn er búinn. 1-1 jafntefli er niðurstaðan. 90. mínúta - Rio Ferdinand á góðan skalla að marki Portsmouth. David James varði vel. Venjulegur leiktími er liðinn. Fjórum mínútum hefur verið bætt við. 88. mínúta - Skipting hjá United. Chris Eagles kemur inn á fyrir Wes Brown. 86. mínúta - Scholes á hættulegan skalla rétt yfir mark Portsmouth. 85. mínúta - Christiano Ronaldo er rekinn af velli. Allt lítur út fyrir að hann hafi skallað leikmann Portsmouth. Beint rautt. Vidic fékk einnig gult spjald. 83. mínúta. - Sulley Muntari rekinn af velli fyrir að fá sitt annað gula spjald fyrir brot á Carrick. 82. mínúta - Skipting hjá Manchester United. John O´Shea kemur inn á fyrir Ryan Giggs. 76. mínúta - David Nugent sleppur einn innfyrir en dettur um sjálfan sig. 72. mínúta - Ronaldo með gott skot úr teignum sem að James ver vel en nær ekki að halda boltanum. Tevez nær frákastinu en skýtur framhjá markinu. 68. mínúta - James ver glæsilega frá Giggs úr dauðafæri í horn. Eftir hornið klúðrar Vidic dauðafæri. 64. mínúta - Þriðja skiptingin hjá Portsmouth. Noe Pamarot yfirgefur völlinn en Richard Hughes kemur inn á í hans stað. 62. mínúta - Benjamin Mwaruwari á mjög gott skot sem að Van Der Saar ver út í teig. Nugent náði frákastinu en varnarmaður komst í veg fyrir boltann áður en Nugent náði skoti. 60. mínúta - Van Der Saar ver vel frá John Utaka sem að skaut föstu skoti fyrir utan teig. 54. mínúta - David James ver vel aukaspyrnu frá Ronaldo. Muntari fékk gult spjald fyrir að brjóta á Ronaldo. Leikurinn er orðinn mjög fjörugur. 53. mínúta - 1-1. Benjamin Mwaruwari jafnar leikinn með fallegu skallamrki eftir sendingu frá Matthew Taylor. 52. mínúta - Carlos Tevez skýtur yfir úr þröngu færi inni í vítateig Portsmouth. 50. mínúta - Nani kemst í ákjósanlegt færi eftir góða sendingu frá Ronaldo en James varði vel í markinu. 46. mínúta - Tvöföld skipting hjá Portsmouth. Matthew Taylor og Djimi Traore koma inn á fyrir Pedro Mendez og Martin Cranie. 45. mínúta. Hálfleikur. Staðan er 1-0 fyrir Manchester United. Paul Scholes skoraði stórglæsilegt mark á 15. mínútu. Leikurinn hefur ekki verið mikið fyrir augað. 35. mínúta. David James ver gott skot frá Ronaldo fyrir utan teig. Tevez var nálægt því að skora úr frákastinu. 30. mínúta - Leikurinn hefur róast mjög eftir markið. Fátt er búið að gerast. Tevez hefur tvívegis sloppið í gegn en verið réttilega dæmdur rangstæður. 17. mínúta - Patrice Evra skýtur knettinum yfir mark Portsmouth í ágætu færi. 15. mínúta - 0-1. Paul Scholes skorar stórglæsilegt mark fyrir Manchester United. Carlos Tevez renndi boltanum til Scholes sem þrumaði boltanum í netið fyrir utan teig. Óverjandi fyrir David James. 5. mínúta - Nemanja Vidic bregst illa við þegar David Nugent ýtir í bakið á honum. Vidic gekk að Nugent og ýtti honum í jörðina. Báðir sluppu við spjald en fengu tiltal frá dómaranum. ----------------------------------------------------------------------------- B yrjunarlið Manchester United: Edwin Van Der Sar, Wes Brown, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra, Cristiano Ronaldo, Michael Carrick, Paul Scholes, Luis Nani, Ryan Giggs, Carlos Tevez. Varamenn Manchester United: Chris Eagles,Darren Fletcher, John O´Shea, Gerard Pique, Tomasz Kuszczak. Byrjunarlið Portsmouth: David James, Noe Pamarot, Hermann Hreiðarsson, Martin Craie, Sylvain Distin, John Utaka, Pedro Mendes, Sean Davis, Sulley Muntari, Benjamin Mwaruwari, David Nugent. Varamenn Portsmouth: Nwankwo Kanu, Richard Hughes, Matthew Taylor, Djimi Traore, Jamie Ashdown.
Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira