Enski boltinn

Spáð í spilin: Tottenham - Everton

Victor Anichebe, leikmaður Everton, skoraði fyrir lið sitt gegn Wigan í síðasta leik. Hann verður með í kvöld.
Victor Anichebe, leikmaður Everton, skoraði fyrir lið sitt gegn Wigan í síðasta leik. Hann verður með í kvöld.

Tottenham og Everton mætast klukkan 19:00 í kvöld í fyrsta leik annarar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikurinn fer fram á heimavelli Tottenham, White Hart Lane og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn 2.

Everton mæta til leiks með þrjú stig í pokanum eftir 2-1 sigur á Wigan um helgina. Þeir verða hins vegar án nokkurra leikmanna vegna meiðsla.

Þeirra á meðal er bakvörðurinn Leighton Baines, sem á enn eftir að þreyta frumraun sína fyrir Everton eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Wigan í sumar.

Þar að auki eru þeir Tim Cahill, James Vaughan og James McFadden meiddir. Að öðru leiti er búist við því að David Moyes mæti með sama hóp og mætti Wigan.

Everton: Howard, Hibbert, Yobo, Stubbs, Lescott, Valente, Arteta, Carsley, Neville, Van der Meyde, Jagielka, Pienaar, Osman, Anichebe, Johnson, Boyle, Ruddy, De Silva.

Tottenham töpuðu leik sínum við Sunderland um síðustu helgi á síðustu andartökunum þegar Michael Chopra skoraði í fyrsta leik sínum fyri Sunderland.

Martin Jol var nokkuð gagnrýninn á leik sinna manna og mun án efa gera nokkrar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Everton i kvöld.

Nær öruggt er talið að breytingar verði gerðar á framlínunni. Berbatov og Keane byrjuðu frammi á móti Sunderland en Bent og Defoe á bekknum. Líklegt má telja að annar hvor þeirra, jafnvel báðir, byrji inn á í kvöld.

Michael Dawson gæti verið með en Gareth Bale, Ledley King, Aaron Lennon, Young-Pyo Lee og Benoit Assou-Ekotto eru allir meiddir.

Tottenham: Robinson, Cerny, Chimbonda, Stalteri, Rocha, Gardner, Kaboul, Dawson, Jenas, Zokora, Murphy, Boateng, Ghaly, Malbranque, Taarabt, Tainio, Routledge, Huddlestone, Berbatov, Keane, Defoe, Bent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×