Enski boltinn

Video: Leikmenn Blackburn takast á á dansgólfinu

David Bentley þykir bæði liðtækur leikmaður sem og dansari
David Bentley þykir bæði liðtækur leikmaður sem og dansari

Þeir David Bentley og David Dunn eru ekki bara góðir knattspyrnumenn. Þeir eru líka hörkudansarar. Þetta sýndu kapparnir nýlega á næturklúbbi í Preston þegar leikmenn Blackburn kíktu saman út á lífið. Plötusnúður staðarins hreifst svo mjög af danshæfileikum félaganna að hann skoraði á þá að mæta hvor öðrum í danskeppni.

Bentley og Dunn skorðuðust að sjálfsögðu ekki undan, við mikla hrifningu gesta staðarins.

En hver hafði betur? Þú getur skorið úr um það. Sjáðu myndbandið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×