Enski boltinn

Bolton kaupir O´Brien

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Andy O´Brien er nýjasti liðsfélagi Heiðars Helgusonar hjá Bolton.
Andy O´Brien er nýjasti liðsfélagi Heiðars Helgusonar hjá Bolton. NordicPhotos/GettyImages

Bolton hefur fest kaup á varnarmanninum sterka, Andy O´Brien, frá Portsmouth. Kaupverðið er ekki gefið upp en leikmaðurinn hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Sammy Lee, framkvæmdastjóri Bolton, hefur því fengið tólf leikmenn til liðsins síðan hann tók við stjórnartaumunum undir lok síðasta leiktímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×