Enski boltinn

Rooney frá í tvo mánuði

Rooney reyndi að koma aftur inn á eftir samstuðið við Duberry en varð svo frá að hverfa.
Rooney reyndi að koma aftur inn á eftir samstuðið við Duberry en varð svo frá að hverfa.

Nýjusu tíðindi af meiðslun Wayne Rooney herma að hann verði frá í tvo mánuði. Rooney brákaði ristarbein í gær eftir samstuð við Michael Duberry, leikmann Reading.

Þetta þýðir að Carlos Tevez mun að öllum líkindum byrja um næstu helgi þegar United spilar við erkióvini sína í Manchester City.

Þetta er ekki bara áfall fyrir Alex Ferguson því Steve McClaren er í miklum vandræðum með leikmannhóp enska landsliðsins sem spilar þrjá leiki á næstunni, vináttuleik við Þjóðverja og svo tvo leiki í undankeppni Evrópukeppninnar við Eistland og Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×