Enski boltinn

Spáð í spilin: Derby County v Portsmouth

Veðmangarar í Englandi eru allir á einu máli um að Derby County verði það lið sem fái fæst stig í ensku deildinni í vetur. Það er reyndar þannig að Derby lítur á þetta tímabil sem tækifæri til að leiðrétta afar slæma fjárhagsstöðu klúbssins og bindur ekki miklar vonir við að halda sér uppi.

Lítið hefur verið um leikmannakaup og Derby hefur meira að segja verið í viðræðum vegna hugsanlegrar sölu á besta leikmanni liðsins Giles Barnes.

Portsmouth var hinsvegar í efri hluta deildarinnar í fyrra og ætlar sér að vera þar áfram. Harry Redknapp hefur fengið marga sterka leikmenn til félagsins og ætlar sér í Evrópukeppni á næsta ári.

Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu kl 13.45 á Sýn Extra2

Liðin á leikmannamarkaðinum

Derby Couny

Inn:

Robert Earnshaw kom frá Norwich á 3.5 milljónir punda. Hann er 26 ára.

Tyrone Mears kom frá West Ham á 1 milljón punda.

Andy Todd kom á frjálsri sölu frá Blackburn.

Út:

Seth Johnson, Paul Boertien, Lee Grant, Morten Bisgaard og Richard Jackson eru allir látnir fara á frjálsri sölu.

Portsmouth

Inn:

Varnarmaðurinn Sylvain Disitn kemur á frjálsri sölu frá Man City

Varnarmaðurinn Hemmi Hreiðars kemur frá Charlton á frjálsri sölu

Miðjumaðurinn Sulley Muntari kemur frá Udinese fyrir 7 milljónir punda.

Arnold Mvuemba kemur frá Rennes á frjálsri sölu. Hann er 22 ára.

Sóknarmaðurinn David Nugent kemur frá Preston North End á 6 milljónir. Hann er 22 ára.

Sóknarmaðurinn John Utaka kemur frá Rennes fyrir 7 milljónir punda. Utaka er 25 ára Nígeríumaður.

Út

Svedoslav Tedorov er látin fara á frjálsri sölu

Andy Cole er látin fara á frjálsri sölu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×