Enski boltinn

Spáð í spilin: West Ham v Man City

West Ham - Man City

Á Upton Park í dag mætast tvö lið sem ætla sér mun stærri hluti á þessu tímabili eftir erfitt tímabil í fyrra. West Ham bjargaði sér ekki frá falli fyrr en í síðasta leik í fyrra og Man. City skoraði ekki mark á heimavelli eftir jól. En nú eru nýjir tímar. Bæði liðin hafa eytt grimmt í nýja leikmenn og ætla að verða í efri hluta deildarinnar í ár.

Það sem mun ráða úrslitum í leiknum er hversu vel nýju leikmennirnir í báðum liðunum koma til með að standa sig. Bæði liðin eru með gjörbreyttan hóp frá því í fyrra og leggja mikla áherslu á að slípa hópinn sinn saman á sem stystum tíma. Hversu vel það tekst á eftir að koma í ljós.

Spekingar eru þó á því að West Ham ætti að hafa yfirhöndina þar sem nýju leikmenn liðsins hafa allir reynslu af því að spila í efstu deild í Englandi ólíkt hinum nýju leikmönnum Man. City sem koma víðs vegar að í Evrópu og Suður-Evrópu. Það er við því að búast nýju strálarnir hjá City taki nokkra leiki í að venjast enska boltanum og það mun reynast sumum leikmönnum erfiðara en öðrum.

Leikurinn hefst klukkan 13:45 og er í beinni útsendingu á Sýn2

Liðin á leikmannamarkaðinum:

Man. City

Inn:

Sóknarmaðurinn Rolando Bianchi kom frá Reggina á 8.8 milljónir punda.

Miðjumaðurinn Gelson Fernandes kom frá FC Sion í Sviss. Hann er 20 ára gamall.

Miðjumaðurinn Geovanni kom til liðsins frá Brasilíu. Hann er 27 ára.

Vængmaðurinn Martin Petrov kom frá Atletico Madrid á 4.7 milljónir. Petrov er 28 ára Búlgari.

Bakvörðurinn Javier Garrido kom frá Real Sociedad fyrir 1.5 milljón punda.

Varnarmaðurinn Vedran Coluka kom til liðsins frá Zagreb.

Brasilíumaðurinn Elano Blumer kom frá Shaktar Donetsk á 8 milljónir punda.

Sóknarmaðurinn Valeri Bojinov kom frá Fiorentina fyrir 6 milljónir punda.

Út:

Sylvain Distin fór til Portsmouth á frjálsri sölu

Trevor Sinclair fór til Cardiff á frjálsri sölu

Joey Barton fór til Newcastle á 5.8 milljónir eftir að hafa lamið Ousmane Dabo á æfingu.

Nicky Weaver fór til Charlton á frjálsri sölu

West Ham

Inn:

Miðjumaðurinn Scott Parker kom frá Newcastle fyrir 7 milljón punda.

Miðjumaðurinn Julien Faubert kom frá Bordeaux á 6.1 milljón pund. Hann er 23 ára.

Richard Wright kom á frjálsri sölu frá Everton.

Craig Bellamy kom frá Liverpool á 7.5 milljónir punda.

Freddie Ljungberg kom frá Arsenal á 3 milljónir punda.

Út:

Nigel Reo-Coker fór til Aston Villa á 8.5 milljón punda. Hann er 23 ára.

Tyrone Mears fór til Derby á 1 milljón punda.

Teddy Sheringham fór til Colchester á frjálsri sölu. Hann er 41 árs.

Markvörðurinn Roy Carroll fór til Rangers á frjálsri sölu.

Yossi Benayoun fór til Liverpool. Hann er 27 ára.

Paul Konchesky fór til Fulham á 2 milljónir punda.

Marlon Harewood fór til Aston Villa á 3 milljónir punda. Hann er 27 ára.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×