Tevez málið frá A til Ö 10. ágúst 2007 16:56 Carlos Tevez hefur fengið treyjunúmerið 32 hjá sínu nýja liði Manchester United. Þar með er einum flóknustu félagaskiptum í sögunni lokið, í bili alla vega. Hér fyrir neðan getur þú nú lesið þér til um hvernig málið þróaðist, frá upphafi til enda. 31. ágúst 2006 - West Ham semur við argentínsku landsliðsmennina Carlos Tevez og Javier Mascherano. 2. mars 2007 - West Ham er kært af Ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum í tengslum við samninga félagsins við Tevez og Mascherano. 4. apríl 2007 - Enska úrvalsdeildin skipar þriggja manna nefnd til að rannsaka samninga West Ham við Tevez og Mascherano. 27. apríl 2007 - West Ham er sektað um 5,5 milljónir punda en sleppa við að stig séu dregin af félaginu eftir að hafa játað sekt sína. Úrskurðurinn hljómar einnig upp á að Enska úrvalsdeildin geti rift skráningu Carlosar Tevez en hann fær seinna leyfi til að spila áfram með West Ham. 13. maí 2007 - Tevez skorar sigurmark West Ham í 1-0 sigri á Manchester United sem bjargar liðinu frá falli. 15. maí 2007 - Alþjóða knattspyrnusambandið gefur út þá yfirlýsingu að það hyggist skoða úrskurð Ensku úrvalsdeildarinnar. 16. maí 2007 - Sheffield United, sem féll úr úrvalsdeildinni í síðustu umferðinni, leggur fram kæru á hendur Ensku úrvalsdeildinni til sérstaks gerðadóms til að reyna að koma því í gegn að stig verði dregin af West Ham. Sama dag senda Sir Dave Richards, stjórnarformaður Ensku úrvalsdeildarinnar og Richard Scudamore framkvæmdastjóri bréf til allra tuttugu stjórnarformanna félaganna í ensku úrvalsdeildinni þar sem ákvörðun þeirra er útskýrð. 22. maí 2007 - Enska úrvalsdeildin ákveður að setja upp gerðadóm til að kveða upp dóm vegna kvartana Sheffield United yfir máli Carlosar Tevez. Úrskurður hans er endanlegur. 2. júní 2007 - Stjórnarformenn í ensku úrvalsdeildinni samþykkja nýja reglu sem neyðir félög til að leggja fram hvert einasta skjal í tengslum við félagsskipti leikmanna. Þetta er gert til að auka gagnsæi í leikmannakaupum og -sölum. 13. júní 2007 - Kevin McCabe, stjórnarformaður Sheffield United, hótar að snúa sér til Framkvæmdastjórnar Evróðusambandsins til að fá skaðabætur ef óháði gerðadómurinn færir þeim ekki aftur sæti í úrvalsdeildinni. 28. júní 2007 - Carlos Tevez hafnar tilboði frá ítölsku meisturunum Internazionale. 3. júlí 2007 - Sheffield United tapar málinu gegn Ensku úrvalsdeildinni eftir að gerðadómur vísar máli þeirra frá. 4. júlí Sheffield United íhugar að áfrýja málinu til Hæstaréttar vegna þessa að gerðadómurinn gerði þau mistök að vísa ekki málinu aftur til hinnar upprunalegu óháðu þriggja manna nefndar sem sektaði West Ham í maí. 6. júlí 2007 - Kia Joorabchian, umboðsmaður Carlosar Tevez, staðfestir að Tevez hafi náð samkomulagi við Manchester United. Enska úrvalsdeildin neitar hins vegar að samþykkja félagsskiptin þar sem þess er krafist að allur gróði félagsskiptanna fari til West Ham en ekki Joorabchian. 11. júlí 2007 - West Ham hafnar formlegri ósk Carlosar Tevez um að rifta samningi hans við félagið. 13. júlí 2007 - Í kjölfarið á lokuðu þinghaldi í Hæstarétti er ósk Sheffield United um að fá leyfi til að áfrýja ákvörðun gerðadómsins hafnað. 17. júlí 2007 - Carlos Tevez flýgur til Manchester eftir að hafa spilað í úrslitaleik Ameríkubikarsins til að gangast undir læknisskoðun. West Ham neitar að gefa honum leyfi til að gangast undir skoðunina. 18. júlí 2007 - David Gill hjá Manchester United tilkynnir að félagið muni biðja Alþjóða knattspyrnusambandið um að hlutast til með félagsskipti Carlosar Tevez. 23. júlí 2007 - Forystumenn Alþjóða knattspyrnusambandsins hitta fulltrúa Ensku úrvalsdeildarinnar og enska knattspyrnusambandsins í Zürich til að ákveða næsta skref. 24. júlí 2007 - Alþjóða knattspyrnusambandið mælir með því að málið verði sent til Íþróttagerðadóms eftir að hafa ákveðið að koma hvergi nærri málinu. Kia Joorabchian ákveður hins vegar að kæra West Ham til Hæstaréttar. 3. ágúst 2007 - West Ham tilkynnir að félagið hafi komist að samkomulagi við Kia Joorabchian um að fá tvær milljónir punda fyrir að leyfa Carlosi Tevez að yfirgefa félagið. Tevez gengur í raðir Manchester United á tveggja ára lánssamningi. 10. ágúst 2007 - Enska knattspyrnusambandið samþykkir félagaskiptin í Manchester United og Tevez fær úthlutað númerinu 32 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Carlos Tevez hefur fengið treyjunúmerið 32 hjá sínu nýja liði Manchester United. Þar með er einum flóknustu félagaskiptum í sögunni lokið, í bili alla vega. Hér fyrir neðan getur þú nú lesið þér til um hvernig málið þróaðist, frá upphafi til enda. 31. ágúst 2006 - West Ham semur við argentínsku landsliðsmennina Carlos Tevez og Javier Mascherano. 2. mars 2007 - West Ham er kært af Ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum í tengslum við samninga félagsins við Tevez og Mascherano. 4. apríl 2007 - Enska úrvalsdeildin skipar þriggja manna nefnd til að rannsaka samninga West Ham við Tevez og Mascherano. 27. apríl 2007 - West Ham er sektað um 5,5 milljónir punda en sleppa við að stig séu dregin af félaginu eftir að hafa játað sekt sína. Úrskurðurinn hljómar einnig upp á að Enska úrvalsdeildin geti rift skráningu Carlosar Tevez en hann fær seinna leyfi til að spila áfram með West Ham. 13. maí 2007 - Tevez skorar sigurmark West Ham í 1-0 sigri á Manchester United sem bjargar liðinu frá falli. 15. maí 2007 - Alþjóða knattspyrnusambandið gefur út þá yfirlýsingu að það hyggist skoða úrskurð Ensku úrvalsdeildarinnar. 16. maí 2007 - Sheffield United, sem féll úr úrvalsdeildinni í síðustu umferðinni, leggur fram kæru á hendur Ensku úrvalsdeildinni til sérstaks gerðadóms til að reyna að koma því í gegn að stig verði dregin af West Ham. Sama dag senda Sir Dave Richards, stjórnarformaður Ensku úrvalsdeildarinnar og Richard Scudamore framkvæmdastjóri bréf til allra tuttugu stjórnarformanna félaganna í ensku úrvalsdeildinni þar sem ákvörðun þeirra er útskýrð. 22. maí 2007 - Enska úrvalsdeildin ákveður að setja upp gerðadóm til að kveða upp dóm vegna kvartana Sheffield United yfir máli Carlosar Tevez. Úrskurður hans er endanlegur. 2. júní 2007 - Stjórnarformenn í ensku úrvalsdeildinni samþykkja nýja reglu sem neyðir félög til að leggja fram hvert einasta skjal í tengslum við félagsskipti leikmanna. Þetta er gert til að auka gagnsæi í leikmannakaupum og -sölum. 13. júní 2007 - Kevin McCabe, stjórnarformaður Sheffield United, hótar að snúa sér til Framkvæmdastjórnar Evróðusambandsins til að fá skaðabætur ef óháði gerðadómurinn færir þeim ekki aftur sæti í úrvalsdeildinni. 28. júní 2007 - Carlos Tevez hafnar tilboði frá ítölsku meisturunum Internazionale. 3. júlí 2007 - Sheffield United tapar málinu gegn Ensku úrvalsdeildinni eftir að gerðadómur vísar máli þeirra frá. 4. júlí Sheffield United íhugar að áfrýja málinu til Hæstaréttar vegna þessa að gerðadómurinn gerði þau mistök að vísa ekki málinu aftur til hinnar upprunalegu óháðu þriggja manna nefndar sem sektaði West Ham í maí. 6. júlí 2007 - Kia Joorabchian, umboðsmaður Carlosar Tevez, staðfestir að Tevez hafi náð samkomulagi við Manchester United. Enska úrvalsdeildin neitar hins vegar að samþykkja félagsskiptin þar sem þess er krafist að allur gróði félagsskiptanna fari til West Ham en ekki Joorabchian. 11. júlí 2007 - West Ham hafnar formlegri ósk Carlosar Tevez um að rifta samningi hans við félagið. 13. júlí 2007 - Í kjölfarið á lokuðu þinghaldi í Hæstarétti er ósk Sheffield United um að fá leyfi til að áfrýja ákvörðun gerðadómsins hafnað. 17. júlí 2007 - Carlos Tevez flýgur til Manchester eftir að hafa spilað í úrslitaleik Ameríkubikarsins til að gangast undir læknisskoðun. West Ham neitar að gefa honum leyfi til að gangast undir skoðunina. 18. júlí 2007 - David Gill hjá Manchester United tilkynnir að félagið muni biðja Alþjóða knattspyrnusambandið um að hlutast til með félagsskipti Carlosar Tevez. 23. júlí 2007 - Forystumenn Alþjóða knattspyrnusambandsins hitta fulltrúa Ensku úrvalsdeildarinnar og enska knattspyrnusambandsins í Zürich til að ákveða næsta skref. 24. júlí 2007 - Alþjóða knattspyrnusambandið mælir með því að málið verði sent til Íþróttagerðadóms eftir að hafa ákveðið að koma hvergi nærri málinu. Kia Joorabchian ákveður hins vegar að kæra West Ham til Hæstaréttar. 3. ágúst 2007 - West Ham tilkynnir að félagið hafi komist að samkomulagi við Kia Joorabchian um að fá tvær milljónir punda fyrir að leyfa Carlosi Tevez að yfirgefa félagið. Tevez gengur í raðir Manchester United á tveggja ára lánssamningi. 10. ágúst 2007 - Enska knattspyrnusambandið samþykkir félagaskiptin í Manchester United og Tevez fær úthlutað númerinu 32
Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira