Enski boltinn

Sunderland kaupir markvörð fyrir metfé

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Sunderland hefur náð samkomulagi við skoska landsliðsmarkvörðinn Craig Gordon. Sunderland borgar Hearts níu milljónir punda fyrir leikmanninn sem er hæsta upphæð sem að lið á Bretlandseyjum hefur borgað fyrir markvörð. Þetta er einnig hæsta upphæð sem að Sunderland hefur borgað fyrir leikmann í sögu félagsins.

Gordon hefur lengi verið á óskalista Roy Keane, knattspyrnustjóra Sunderland, en Keane sagði þó fyrir skömmu að hann væri hættur við að reyna að fá hann. Gordon hefur þegar staðist læknispróf hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×