Enski boltinn

Everton kaupir Baines fyrir fimm milljónir punda

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Leighton Baines hér í baráttunni í leik Wigan og Aston Villa á síðasta tímabili.
Leighton Baines hér í baráttunni í leik Wigan og Aston Villa á síðasta tímabili. NordicPhotos/GettyImages

Enska Úrvalsdeildarliðið Wigan hefur staðfest að varnarmaðurinn Leighton Baines hafi ákveðið að ganga til liðs við Everton og fær Wigan 5 milljónir punda í sinn hlut fyrir leikmanninn. Baines fékk leyfi til að ræða við Davis Moyes, framkvæmdastjóra Everton, um helgina og þá náðust samningar þeirra á milli.

Baines viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun að yfirgefa Wigan og segist vera þakklátur fyrir þann tíma sem hann átti hjá félaginu. „Mér langar til að þakka öllu starfsfólkinu sem vinnur hjá félaginu," sagði Baines við vefsíðu Wigan. „Ég átti sex frábær ár hjá Wigan og það er mjög erfitt að yfirgefa liðið því að Wigan er klúbburinn sem gaf mér tækifæri til að slá í gegn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×