Enski boltinn

Van Persie tryggði Arsenal sigur á Amsterdammótinu

Arsenal vann Ajax 1-0 í úrslitaleik Amsterdammótsins. Hollendingurinn Robin van Persie skoraði sigurmarkið 3 mínútum fyrir leikslok. Markið kom eftir frábæran sprett Gael Clichy upp vinstri kantinn. Robin van Persie fagnaði markinu vel en fyrir þremur árum lék hann með varaliði Feyenoord gegn Ajax þegar stuðingsmenn Ajax réðust inná völlinn. Persie segist hafa óttast um líf sitt og þurfti hjálp til þess að jafna sig á þessum ósköpum.

Fyrr í gær vann Atletico Madrid, Lazio 3-1. Braulio Rodriquez, Luis Garcia og Jose Antonio Reyes skoruðu mörk Atletico en Stefano Mauri mark Lazio. John Heitinga varnarmaður Ajax var valinn besti leikmaður mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×