Enski boltinn

Dean Ashton með fyrsta markið á Upton Park í tæpa 18 mánuði

West Ham vann Roma 2-1 í vináttuleik á Upton Park í gær. Fyrrverandi leikmaður Barcelona, Ludovic Giuly kom Roma yfir áður en George McCartney jafnaði metin með föstum skalla á 64. mínútu eftir hornspyrnu Freddy Ljungberg. Dean Ashton skoraði sigurmarkið þremur mínútum síðar en þetta var fyrsta mark hans á Upton Park í tæpa 18 mánuði. Ashton lék ekkert með á síðustu leiktíð vegna öklameiðsla.



Aston Villa burstaði Internazionale 3-0 á Villa Park í Birmingham. Gareth Barry skoraði fyrsta markið á 14. mínútu þegar hann skallaði inn fyrirgjöf Stilians Petrov. Fyrrverandi leikmaður AC Milan, Daninn Martin Laursen bætti öðru marki við en hann skallaði aukaspyrnu Gareth Barry í markið. Barry kom enn við sögu í þriðja markinu en hann skoraði úr aukaspyrnu eftir að Argentínumaðurinn Walter Samuel braut á Gabriel Agbonlahor í vítateignum. Ítalíumeistar Inter unnu Manchester United 3-2 á Old Trafford fyrr í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×