Innlent

Ráðherranefndin kannar aðbúnað á norrænum leikskólum

MYND/365

Norræna ráðherranefndin hefur sett af stað verkefni sem ætlað er að skoða hvað Norðlurlönd eru að gera fyrir börn í leikskólum. Í frétt á heimaðsíðu nefndarinnar segir að styrkja þurfi norrænt samstarf á sviði umhverfis- og heilbrigðismála. Þá segir að Norðurlöndin eigi að vera besti staður í heimi fyrir börn og unglinga. „Þetta krefst aðgerða þvert á fagsvið og greinar og börnin eiga að vera í brennidepli," segir í fréttinni.

 

Á heimasíðunni kemur einnig fram að í tilraunaverkefninu sé lögð áhersla á að eftirfarandi skipti máli í sambandi við umhverfi og heilbrigði barna:

 

 

1. Að skólinn sé ekki nálægt miklum umferðabrautum og iðnaðarhverfum (minnst 200 metra frá)

 

2. Að stutt sé á græn svæði (hámark 200 metrar), í skóga, garða og önnur græn svæði.

 

3. Að landið sé hreint

 

4. Að leikvöllur sé stór (til að mynda 40 m2 á barn)

 

5. Útisvæðin séu fjölbreytt

 

6. Farið sé í ferðir ef skólinn er á slæmum stað

 

7. Hreyfing daglega, minnst 60 mínútur fyrir börn

 

8. Ávextir og grænmeti á boðstólum daglega, 400 gr. fyrir börn

 

9. Sykurneysla í lágmarki

 

10. Skoða merkingar á leikföngum og öðrum vörum, athuga heilbrigðismat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×