Enski boltinn

Mido hugsanlega á leiðinni til Birmingham

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Egypski framherjinn Mido, er á leiðinni til Birmingham frá Tottenham á láni í eitt ár. Þetta segir hann við vefsíðuna FilGoal í heimalandi sínu. Mido hefur færst aftar í goggunarröðinni hjá Tottenham vegna komu Darren Bent frá Charlton.

„Ég mun fara á láni til Birmingham í eitt ár, og í lok þessa tímabils geta þeir keypt upp samninginn minn fyrir fimm milljónir punda. Birmingham hefur boðið mér besta samninginn og ég vil vera áfram á Englandi," er haft eftir Mido.

Hann bætti við að hann yrði ánægður ef hann myndi hitta landa sinn, Hossam Ghaly hjá Birmingham en sá hefur verið orðaður við liðið. „Ég myndi njóta þess að vera í sama liði og hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×