Enski boltinn

Harewood í samningsviðræðum við Aston Villa

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Enska Úrvalsdeildarliðið Aston Villa er í viðræðum við framherjann Marlon Harewood um hugsanlegan flutning leikmannsins til Villa frá West Ham. Þetta er staðfest á vefsíðu SkySports. Harewood hefur fengið leyfi til þess að yfirgefa West Ham þar sem hann er ekki í framtíðaráætlunum Alan Curbishley, framkvæmdastjóra liðsins.

Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa, er sagður vera mikill aðdáandi Harewood og að hann sjái hann sem góða viðbót í sóknarlínu liðsins. „Við erum í samningsviðræðum við Aston Villa, liðin hafa náð samkomulagi um verð," sagði talsmaður Harewood, Mick McGuire.

„Ef að viðræðurnar ganga vel mun hann gangast undir læknisskoðun eins og venja er. Eins og er hefur hann einnig tilboð undir höndunum frá Wigan og þarf að taka ákvörðun hvert hann vill fara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×