Enski boltinn

Madrid gerir tilboð í Robben

NordicPhotos/GettyImages

Real Madrid hefur lagt fram tilboð hollenska vængmannin Arjen Robben hjá Chelsea, samkvæmt umboðsmanni leikmannsins. Spænsku meistararnir hafa verið mikið orðaðir við Robben í sumar, og nú hafa þeir boðið 13,5 milljónir punda í leikmanninn.

José Mourinho, framkvæmdastjóri Chelsea, sagði þó um síðustu helgi að hann vildi halda Robben í herbúðum liðsins, þrátt fyrir komu Florent Malouda. Hans Robben, faðir og umboðsmaður leikmannsins, segir son sinn vilja spila fyrir Madrid.

„Ég veit að Madrid hefur gert tilboð í son minn," sagði hann við Sun. „Þegar maður talar um Real Madrid verður maður að minnast á að klúbburinn er einn sá stærsti í heimi. Hver myndi ekki vilja spila fyrir Madrid? Sonur minn vill spila með liðum sem geta unnið Meistaradeild Evrópu og Real Madrid er eitt af þeim liðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×