Enski boltinn

Peter Crouch kostar 20 milljónir punda

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Peter Crouch spilaði með Portsmouth árið 2001.
Peter Crouch spilaði með Portsmouth árið 2001. NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Liverpool hafa gefið það út að liðið muni ekki selja Peter Crouch fyrir minna en 20 milljónir punda. Þetta kemur í kjölfar þess að Aston Villa, Newcastle og Manchester City hafa lýst yfir áhuga sínum á leikmanninum.

Talið hefur verið að Crouch yrði seldur eftir komu Fernando Torres, Ryan Babel og Andriy Voronin til liðsins, en Rafa Benitez segist ætla að nota Crouch á næsta tímabili. „Það eina sem ég hef sagt við Crouch er að hann verði að berjast fyrir sæti sínu í liðinu og hann mun verða áfram hjá okkur," sagði Benitez. Crouch á tvö ár eftir af samning sínum við Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×