Enski boltinn

Heinze stoltur yfir áhuga Liverpool

Vinstri bakvörðurinn Gabriel Heinze hefur viðurkennt að hann sé stoltur yfir því að vera orðaður við Liverpool, en hann er líka spenntur yfir því að landsliðsfélagi hans hjá Argentínu, Carlos Tevez, sé hugsanlega á leið til Manchester United. Heinze skoraði í gær fyrsta mark Argentínu í 3-0 sigri á Mexíkó í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninni.

Hann segir að þrátt fyrir vangaveltur um hvar hann spili á næsta tímabili, segir hann að það eina sem hann hugsar um núna sé úrslitaleikurinn gegn Brasilíu um næstu helgi. Leikmaðurinn hefur einnig verið orðaður við Juventus og Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×