Enski boltinn

Bellamy skrifar undir hjá West Ham

Bellamy og Alan Curbishley knattspyrnustjóri
Bellamy og Alan Curbishley knattspyrnustjóri NordicPhotos/GettyImages

Velski landsliðsmaðurinn Craig Bellamy hefur skrifað undir fimm ára samning við West Ham eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu. West ham borgar Liverpool 7,5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er það mesta sem að West Ham hefur borgað fyrir leikmann í sögu félagsins.

Liverpool ákvað að losa sig við framherjann eftir að liðið klófesti spænska framherjann Fernando Torres nýlega. Bellamy er fjórði leikmaðurinn sem West Ham fær í sumar, en áður var liðið búið að fá til sín Scott Parker, Julien Faubert og Richard Wright.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×