Innlent

Mýrin kosin besta mynd Karlovy Vary hátíðarinnar

Myndin var ein fjórtán kvikmynda sem valin er til að keppa til verðlauna. Alls voru um 220 kvikmyndir og 40 stuttmyndir sýndar á hátíðinni.
Myndin var ein fjórtán kvikmynda sem valin er til að keppa til verðlauna. Alls voru um 220 kvikmyndir og 40 stuttmyndir sýndar á hátíðinni.

Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Prag í Tékklandi í dag og hlaut þar með kristalshnöttinn, aðalverðlaun hátíðarinnar.

Danny Devito færði Baltasar hnöttinn eftirsótta.

Hátíðin er ein stærsta og virtasta kvikmyndahátíð í heimi og er í svo kölluðum A-flokki kvikmyndahátíða eins og kvikmyndahátíðirnar í Cannes og Berlín. Mýrinni hefur víðast hvar verið vel tekið þar sem hún hefur verið kynnt utan Íslands að undanförnu. Hátíðinni, sem stendur enn yfir, er sjónvarpað beint í tékkverska sjónvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×