Fótbolti

8-liða úrslitin í Copa America hefjast í kvöld

Robinho hefur verið heitur í liði Brassa í keppninni
Robinho hefur verið heitur í liði Brassa í keppninni AFP

Í kvöld fara fram tveir fyrstu leikirnir í Suður-Ameríkukeppni landsliða í knattspyrnu og verða þeir báðir sýndir beint á Sýn. Heimamenn í Venesúela taka á móti Úrúgvæ klukkan 21:55 og klukkan 0:40 eftir miðnættið mætast Brasilía og Chile.

Annað kvöld eigast svo við Mexíkó og Paragvæ í fyrri leiknum og Argentína og Perú í þeim síðari. Undanúrslitin fara fram á þriðjudags- og miðvikudagskvöldið, leikurinn um þriðja sætið næsta laugardag og sjálfur úrslitaleikurinn fer svo fram næsta sunnudagskvöld. Allir leikirnir verða sýndir beint á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×