Innlent

Útgerðarmenn ættu að fara að tilmælum Hafrannsóknarstofnunar

Vilja að útgerðarmenn viðurkenni vísindalegar niðurstöður um ástand fiskstofna.
Vilja að útgerðarmenn viðurkenni vísindalegar niðurstöður um ástand fiskstofna. MYND/365
Útgerðarmenn ættu að fara að tilmælum Hafrannsóknarstofnunar um verulega niðurskurð í þorskafla í stað þess að gera hvali að blóraböggli, að mati Náttúruverndarsamtaka Íslands. Samtökin segja ekkert benda til þess að auknar hvalveiðar hafi áhrif á ástand fiskstofna.

Í yfirlýsingu sem Landssamband íslenskra útvegsmanna sendi frá sér í gær er lagt til að þorskvóti fyrir komandi fiskveiðiár verði um 30 þúsund tonnum meiri en Hafrannsóknarstofnun leggur til. Þá leggur sambandið ennfremur til að hvalveiðar verði stórauknar til þess að vernda fiskstofna.

Á heimasíðu Náttúruverndarsamtaka Íslands er yfirlýsingu útvegsmanna mótmælt. Þar er bent á að samkvæmt niðurstöðum vísindamanna Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins hafa hvalveiðar lítil áhrif á ástand fiskstofna. Þá eru útvegsmenn hvattir til að viðurkenna niðurstöður vísindamanna um að draga verði stórlega úr þorskveiðum á næsta fiskveiðiári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×