Innlent

Geysir Green Energy segist hafa gert samning við Grindavíkurbæ um kaup á hlut í Hitaveitu Suðurnesja

Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy. Mynd/ Visir.is

Geysir Green Energy segir hins vegar í tilkynningu sem send var fyrir stundu að samkomulag hafi verið gert við Grindavíkurbæ og sex önnur sveitarfélög um kaup á hlutum þeirra í Hitaveitu Suðurnesja. Geysir Green Energy líti að sjálfsögðu svo á að í gildi sé samningur milli Grindvíkur og Geysis og muni leita réttar síns um að staðið verði við þann samning.

Fram hefur komið í fréttum í dag að Grindavíkurbær og Hafnafjarðarbær hyggjast nýta sér forkaupsrétt og selja svo hluti sína til Orkuveitu Reykjavíkur . Orkuveitan stefnir á að eignast amk 30% í fyrirtækinu að sögn Hjörleifs Kvaran, aðstoðarforstjóra fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×