Innlent

Fíkniefnasali handtekinn í fyrsta skipti á Hólmavík

MYND/Jón

Fíkniefnasali var handtekinn af lögreglunni á Hólmavík í nótt en þetta er í fyrsta skipti sem lögregla á staðnum handtekur meintan fíkniefnasala við iðju sína í bænum. Málið er nú í rannsókn sem og þau efni sem maðurinn hafði í fórum sínum.

Að sögn lögreglu á Hólmavík hefur farið fram mikið forvarnarstarf í bænum gegn fíkniefnum og eru þessi tíðindi því litin gríðarlega alvarlegum augum af lögreglu.

Mikil ölvun var á Hólmavík í nótt en þar standa nú yfir Hamingjudagar. Yfir þúsund manns eru gestkomandi í bænum í miklu blíðskaparveðri. Að sögn lögreglu fór allt vel fram en mikið líf var í bænum fram undir morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×