Áhöfn Gnár bárust óvenjulegar þakkir 29. júní 2007 13:32 TF. Líf og TF. Gná við störf MYND/365 Áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Gnár bárust í gær nokkuð óvenjulegar þakkir frá áhöfninni á bandaríska rannsóknaskipinu Knorr. Gná hafði ferjað nýjan rannsóknakapal til skipsins í stað kapals sem hafði skemmst. Þyrlan sótti einnig bátsmanninn sem var meiddur á fæti og kom honum til læknis á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Gná fór í verkefnið samhliða eftirliti. Áhöfnin á Knorr og flokkur vísindamanna um borð þakkaði fyrir sig og sagði um leið frá heimasíðu á netinu þar sem greint er frá vísindaleiðangri skipsins. Þar bloggar vísindakonan Breton Frazer um komu þyrlunnar og þær hetjudáðir sem unnar voru. Hún sagðist í fyrstu ekki hafa búist við miklu en síðan hafi hún gert sér grein fyrir því að þarna væri um alvöru björgunaraðgerð að ræða. Frazer lýsir með dramatískum hætti hvernig þyrlan sveimaði yfir þilfarinu. Síðan hafi appelsínugulklædd björgunarhetja svifið niður. Hún segist hafa orðið afbrýðisöm út í hinn meidda bátsmann og leitað logandi ljósi að einhverju til að fótbrjóta sig með. Hún vildi fá að vera í hans sporum og láta draga sig upp í þyrluna. Hetjur háloftanna á Gná eru þeir Jan Allebo flugstjóri, Lárus Helgi Kristjánsson flugmaður, Thorben Lund stýrimaður/sigmaður, Sverrir Erlingsson flugvirki/spilmaður og Hlynur Þorsteinsson læknir. Þeir verða sjálfsagt ekki leiðir við það að lesa þessa frásögn segir á vef Landhelgisgæslunnar. Knorr hefur verið við hafrannsóknir á Reykjaneshrygg síðan 15. júní. Skipið er nokkuð þekkt því að vísindamennirnir sem fundu flakið af Titanic árið 1985 sigldu Knorr. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Gnár bárust í gær nokkuð óvenjulegar þakkir frá áhöfninni á bandaríska rannsóknaskipinu Knorr. Gná hafði ferjað nýjan rannsóknakapal til skipsins í stað kapals sem hafði skemmst. Þyrlan sótti einnig bátsmanninn sem var meiddur á fæti og kom honum til læknis á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Gná fór í verkefnið samhliða eftirliti. Áhöfnin á Knorr og flokkur vísindamanna um borð þakkaði fyrir sig og sagði um leið frá heimasíðu á netinu þar sem greint er frá vísindaleiðangri skipsins. Þar bloggar vísindakonan Breton Frazer um komu þyrlunnar og þær hetjudáðir sem unnar voru. Hún sagðist í fyrstu ekki hafa búist við miklu en síðan hafi hún gert sér grein fyrir því að þarna væri um alvöru björgunaraðgerð að ræða. Frazer lýsir með dramatískum hætti hvernig þyrlan sveimaði yfir þilfarinu. Síðan hafi appelsínugulklædd björgunarhetja svifið niður. Hún segist hafa orðið afbrýðisöm út í hinn meidda bátsmann og leitað logandi ljósi að einhverju til að fótbrjóta sig með. Hún vildi fá að vera í hans sporum og láta draga sig upp í þyrluna. Hetjur háloftanna á Gná eru þeir Jan Allebo flugstjóri, Lárus Helgi Kristjánsson flugmaður, Thorben Lund stýrimaður/sigmaður, Sverrir Erlingsson flugvirki/spilmaður og Hlynur Þorsteinsson læknir. Þeir verða sjálfsagt ekki leiðir við það að lesa þessa frásögn segir á vef Landhelgisgæslunnar. Knorr hefur verið við hafrannsóknir á Reykjaneshrygg síðan 15. júní. Skipið er nokkuð þekkt því að vísindamennirnir sem fundu flakið af Titanic árið 1985 sigldu Knorr.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira