Innlent

Hjörtur fagnar úrskurði siðanefndar

Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur telst ekki hafa brotið siðareglur Prestafélags Íslands með ummælum sínum um Þjóðkirkjuna. Hjörtur fagnar úrskurðinum og því að deiluaðilar eru hvattir af siðanefndinni til að takast á opinberlega.

Átta þjóðkirkjuprestar kærðu séra Hjört Magna prest í Fríkirkjunni í Reykjavík í mars síðastliðnum fyrir ýmis ummæli í ræðu og riti um þjóðkirkjuna og afstöðu hennar til einstakra málefna. Ummæli Hjartar komu meðal annars fram í fréttaskýringarþættinum Kompási, blaðagreinum og predikunum.

Niðurstaða siðanefndar er skýr - Hjörtur er sýknaður. Í úrskurðinum tekur siðanefndin undir sjónarmið þjóðkirkjuprestanna um að Hjörtur hafi gengið heldur hart fram í gagnrýni sinni og að rangfærslur hafi verið í málflutningi hans. Meðal annars er hnýtt í að Hjörtur hafi notað hugtök eins og ríkiskirkju. Í úrskurðinum segir æskilegt að kærendur hefðu svarað harðri gagnrýni Hjartar á opinberum vettvangi.

 Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×