Fótbolti

Tölvuleikur gerður í kjölfar atviksins á Parken

AFP ImageForum

Eftir að atvikið í leik Danmerkur og Svíþjóðar á Parken varð eitt vinsælasta umræðuefni í Evrópu hefur danskt fyrirtæki ákveðið að nýta sér tækifærið og búið til leik sem er í anda atviksins. Sá er spilar leikinn er í hlutverki dómarans, Herbert Fandel.

Markmiðið er að forðast það að daninn Christian Poulsen kýli mann í magann og einnig að sprengja upp danskan áhorfanda sem ræðst á mann í sífellu.

Hægt er að nálgast leikinn á slóðinni hér að neðan.

http://spil.kathart.dk/fodbold




Fleiri fréttir

Sjá meira


×