Innlent

Egill segist á leið á RÚV

MYND/GVA

Þáttarstjórnandinn og álitsgjafinn Egill Helgason, sem séð hefur um umræðuþáttinn Silfur Egils á Stöð 2, er á leið á Ríkisútvarpið. Frá þessu greinir hann í tölvupósti til samstarfsmanna sinna.

„Þetta var erfið ákvörðun, tók langan tíma, ég vona að hún sé rétt - a.m.k. ekki mjög vitlaus. Hún byggist aðallega á því að ég tel að ég fái betri umgjörð utan um það sem ég er að gera hjá RÚV," segir Egill og þakkar samstarfsfólki sínu á Stöð 2 fyrir samstarfið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.