Lalla-auglýsing kærð 23. maí 2007 05:00 Í kæru Öryrkjabandalagsins kemur fram að auglýsingin ali á ótta í garð Lalla. Mikil umræða hefur farið fram um auglýsingaherferð Öryggismiðstöðvarinnar þar sem Lalli Johns er í aðalhlutverki. Nú hefur Öryrkjabandalagið kært hana til siðanefndar SÍA. „Við teljum okkur hafa verið að vinna innan rammans. Aldrei er markmið að særa blygðunarkennd eða koma illa fram við einn né neinn,” segir Eiríkur Aðalsteinsson framkvæmdastjóri og eigandi auglýsingastofunnar Himinn og haf. Öryrkjabandalag Íslands hefur nú kært stofuna vegna auglýsingaherferðar til siðanefndar SÍA (Samband íslenskra auglýsingastofa), sem hún vann fyrir Öryggismiðstöðina. “Hver vaktar þitt heimili”. Þar er Lalli Johns í aðalhlutverki en í kærunni segir að verið sé að ala á ótta í garð Lalla – hann sé gerður að holgervingi þess sem fólki ber að varast. öryrkjabandalagið Kærir vegna þessa að margir öryrkjar eru heimilislausir, sem og Lalli, og því renni því blóðið til skyldunnar. Vísað er í frétt Fréttablaðsins þar sem fram kemur að Lalli hafi þegið þrjú hundruð þúsund krónur fyrir fyrirsætustörf sín, og sagt að það séu miklar fjárhæðir sem erfitt er fyrir hann að hafna. Af hverju Öryrkjabandalagið kærir skýrist af því að margir heimilislausir einstaklingar, svo sem Lalli, séu öryrkjar og því telur bandalagið sér skylt að gæta hagsmuna þeirra. Undir kæruna skrifar Daníel Isebarn Ágústsson hæstaréttarlögmaður og segir „Undirritaður þekkir a.m.k. engin dæmi þess að maður hafi áður tekið þátt í auglýsingu sem sýnir hann sjálfan í neikvæðu ljósi.” Áður en auglýsingaherferðin fór í loftið gekk Himinn og haf úr skugga um að hún væri réttu megin línunnar, bæði með því að skoða vel siðareglur SÍA, voru í samstarfi við fangelsisyfirvöld og lögreglu við gerð auglýsinganna auk þess sem auglýsingarnar voru bornar undir systur Lalla. eiríkur aðalsteinsson Aldrei meiningin að særa nokkurn mann né gera Lalla óleik. „Við höfum ekkert heyrt í Lalla en heyrðum í systur hans og hún er enn sama sinnis og áður. Ánægð með auglýsinguna,” segir Eiríkur. Hann heldur því fram að Himinn og haf, sem og Öryggismiðstöðin, hafi gengið út frá því að auglýsingarnar hefðu forvarnargildi. Aðspurður hvort það segi sig ekki sjálft, í ljósi þess hversu mjög auglýsingastofan kannaði hvort auglýsingaherferðin stæðist ekki siðareglur og nyti samþykkis, að þeir hafi mátt vita að auglýsingin hafi verið á á mörkunum vill Eiríkur ekki orða það svo. „En það var aldrei markmið með auglýsingunni að gera Lalla Johns óleik. Auglýsingaherferðin hefur runnið sitt skeið og nú vonum við að þeim látum sem verið hefur um hana fari að linna.” Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Mikil umræða hefur farið fram um auglýsingaherferð Öryggismiðstöðvarinnar þar sem Lalli Johns er í aðalhlutverki. Nú hefur Öryrkjabandalagið kært hana til siðanefndar SÍA. „Við teljum okkur hafa verið að vinna innan rammans. Aldrei er markmið að særa blygðunarkennd eða koma illa fram við einn né neinn,” segir Eiríkur Aðalsteinsson framkvæmdastjóri og eigandi auglýsingastofunnar Himinn og haf. Öryrkjabandalag Íslands hefur nú kært stofuna vegna auglýsingaherferðar til siðanefndar SÍA (Samband íslenskra auglýsingastofa), sem hún vann fyrir Öryggismiðstöðina. “Hver vaktar þitt heimili”. Þar er Lalli Johns í aðalhlutverki en í kærunni segir að verið sé að ala á ótta í garð Lalla – hann sé gerður að holgervingi þess sem fólki ber að varast. öryrkjabandalagið Kærir vegna þessa að margir öryrkjar eru heimilislausir, sem og Lalli, og því renni því blóðið til skyldunnar. Vísað er í frétt Fréttablaðsins þar sem fram kemur að Lalli hafi þegið þrjú hundruð þúsund krónur fyrir fyrirsætustörf sín, og sagt að það séu miklar fjárhæðir sem erfitt er fyrir hann að hafna. Af hverju Öryrkjabandalagið kærir skýrist af því að margir heimilislausir einstaklingar, svo sem Lalli, séu öryrkjar og því telur bandalagið sér skylt að gæta hagsmuna þeirra. Undir kæruna skrifar Daníel Isebarn Ágústsson hæstaréttarlögmaður og segir „Undirritaður þekkir a.m.k. engin dæmi þess að maður hafi áður tekið þátt í auglýsingu sem sýnir hann sjálfan í neikvæðu ljósi.” Áður en auglýsingaherferðin fór í loftið gekk Himinn og haf úr skugga um að hún væri réttu megin línunnar, bæði með því að skoða vel siðareglur SÍA, voru í samstarfi við fangelsisyfirvöld og lögreglu við gerð auglýsinganna auk þess sem auglýsingarnar voru bornar undir systur Lalla. eiríkur aðalsteinsson Aldrei meiningin að særa nokkurn mann né gera Lalla óleik. „Við höfum ekkert heyrt í Lalla en heyrðum í systur hans og hún er enn sama sinnis og áður. Ánægð með auglýsinguna,” segir Eiríkur. Hann heldur því fram að Himinn og haf, sem og Öryggismiðstöðin, hafi gengið út frá því að auglýsingarnar hefðu forvarnargildi. Aðspurður hvort það segi sig ekki sjálft, í ljósi þess hversu mjög auglýsingastofan kannaði hvort auglýsingaherferðin stæðist ekki siðareglur og nyti samþykkis, að þeir hafi mátt vita að auglýsingin hafi verið á á mörkunum vill Eiríkur ekki orða það svo. „En það var aldrei markmið með auglýsingunni að gera Lalla Johns óleik. Auglýsingaherferðin hefur runnið sitt skeið og nú vonum við að þeim látum sem verið hefur um hana fari að linna.”
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira