Innlent

Neyðast til að gera Björn Bjarnasona að ráðherra

MYND/SJ

Sjálfstæðisflokkurinn er tilneyddur til að gera Björn Bjarnason að ráðherra í nýrri ríkisstjórn til að svara atlögu Jóhannesar Jónssonar í Bónus að mati Björns Inga Hrafnssonar, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík. Hann segir að öðrum kosti sé forysta flokksins að taka undir gagnrýni Jóhannesar á embættisfærslur Björns.

Þetta kemur fram á heimasíður Björns Inga Hrafnssonar. Hann segir augljóst að hvatning Jóhannesar til kjósenda Sjálfstæðisflokksins um að strika út nafn Björns hafi skilað árangri. Þess vegna sé það nánast ómögulegt fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins núna en að gefa út allsherjar stuðningsyfirlýsingu við Björn með því að endurnýja ráðherradóm hans.

Björn Ingi telur að ef Sjálfstæðisflokkurinn muni sniðganga Björn í næstkomandi ríkisstjórn muni verða litið svo á að flokkurinn sé taka undir gagnrýni Jóhannesar.

Ekki liggur fyrir hvaða áhrif útstrikanirnar hafa á stöðu Björns á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í versta falli mun Björn falla niður um tvö sæti og verða fjórði maður á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Kjörstjórn er að fara yfir málið núna en von er á niðurstöðu seinna í dag.

Sjá heimasíðu Björns Inga hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×