Lífið

Mikill léttir fyrir Johnny Depp

MYND/Getty Images

Kvikmyndaleikarinn Johnny Depp segist hafa lifað sitt mesta angistartímabil þegar dóttir hans varð alvarlega veik í byrjun marsmánaðar. Í viðtali við breska blaðið Daily Mirror sagði hann að nýru Lily-Rose, sem er sjö ára gömul, hafi hætt að starfa eftir að slæm bakteríusýking lagðist á þau. Hún þurfti mikla læknisaðstoð um tíma en hefur náð fullum bata.

Johnny sagði að veikindum hefðu reynst fjölskyldunni afar erfið, en dóttir hans væri nú orðin alheilbrigð að nýju. „Þetta var áminning til okkar um það hversu heppin við erum að geta andað, gengið, talað, hugsað og verið með fólki sem við elskum," sagði hann í viðtalinu.

Hann segir að dóttirin sjálf hafi komist í gegnum veikindin; „Þetta var ekki styrkur okkar Vanessu, heldur hæfileiki Lily-Rose til þess að láta okkur líða vel þótt hún væri fárveik. Hún var ótrúlega sterk."

Lily-Rose er dóttir leikarans og Vanessu Paradis kærustu hans til langs tíma. Þau eiga líka John Jack sem er fjögurra ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.