Innlent

Finnar hrifnir af framlagi Íslendinga

MYND/Anton Brink

Finnar virðast mjög hrifnir af lagi Íslendinga í Evróvisjón, segir Karen Kjartansdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sem stödd er í Helsinki og fylgist með undirbúningi og þátttöku íslenska hópsins í keppninni þetta árið.

Á bloggsíðu um keppnina segir Karen að íslenska lagið njóti töluverðrar hylli meðal annarra þjóða. Það er þó ekki hægt að segja um Svisslendinga. Þeir eru eina þjóðin sem skopast af framlögum Íslands til Evróvisjón með yfirlæti.

„Það er satt sem þeir segja í þessu ömurlega lagi sem þeir senda til keppninnar þetta árið. Vampires Are Alive. Fólk sem ann Íslandi ætti að sleppa því að kjósa hinn svissneska DJ Bobo áfram," segir Karen.

Hægt er að fylgjast með gangi mála í Helsinki á bloggsíðu Karenar, Fagnað í Finnlandi.

Hér má einnig sjá íslenska hópinn á sinni fyrstu æfingu í Helsinki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×