Innlent

Katrín Hall áfram listdansstjóri Íd

Menntamálaráðherra hefur skipað Katrínu Hall í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins til næstu fimm ára frá 1. ágúst 2007 næstkomandi en hún hefur gegnt starfinu frá árinu 1996. Embættið var auglýst laust til umsóknar í mars og bárust fimm umsóknir um það. Þær voru sendar til stjórn dansflokksins sem mælti með því að Katrínu Hall yrði veitt embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×