Kjósendur flýja Framsókn til Sjálfstæðisflokks 8. maí 2007 11:35 Lítil hreyfing er á kjósendum milli stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn hirðir mest fylgi af Framsóknarflokknum og Vinstri grænir taka fylgi af Samfylkingunni, samkvæmt könnun Capasent Gallups. Fyrirfram myndu flestir sennilega halda að baráttan fyrir komandi kosningar sé á milli stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Vissulega er einhver hreyfing á kjósendum milli þessara fylkinga, en ef rýnt er í nýjustu könnun Gallups fyrir Morgunblaðið og RÚV, þá virðist baráttan um kjósendur fyrst og fremst standa milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og einn af oddvitum Framsóknarflokksins hefur nýlega lýst því yfir að flokkurinn fari ekki í stjórn með fylgi undir tíu prósentum, en í fyrrnefndi könnun mælist hann með 7,6 prósent. En þar er ekki við stjórnarandstöðuna að sakast, þótt bæði Samfylking og Vinstri grænir taki eitthvað fylgi af Framsókn. Það er aftur á móti sláandi, að 28% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú, kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum. Þannig að ef einhver er að ganga frá núverandi stjórnarsamstarfi dauðu með hrakförum Framsóknarflokksins, þá eru það kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Lítum þá á stjórnarandstöðuna. Þar hafa fylgistölur í könnunum verið að breytast að undanförnu. Tæplega 30 prósenta fylgi Vinstri grænna fyrir nokkrum vikum, er nú komið í 17,5 prósent og Samfylkingin er heldur að mjakast upp á við og mælist nú í rúmum 25 prósentum hjá Gallup. En þegar væntanlegir kjósendur þessara flokka eru skoðaðir sést að fyrir utan trygga kjósendur þeirra frá fyrri kosningum, eru Vinstri grænir að hirða mest af samfylkingunni. Tæplega 20 prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Vinstri græna nú, kusu Samfylkinguna í síðustu kosningum. Á móti eru 11 prósent af núverandi stuðningsmönnum Samfylkingarinnar fyrrverandi kjósendur Vinstri grænna, þannig að gróflega má segja að nettó vinningur Vinstri grænna á Samfylkinguna sé 9 prósent. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Lítil hreyfing er á kjósendum milli stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn hirðir mest fylgi af Framsóknarflokknum og Vinstri grænir taka fylgi af Samfylkingunni, samkvæmt könnun Capasent Gallups. Fyrirfram myndu flestir sennilega halda að baráttan fyrir komandi kosningar sé á milli stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Vissulega er einhver hreyfing á kjósendum milli þessara fylkinga, en ef rýnt er í nýjustu könnun Gallups fyrir Morgunblaðið og RÚV, þá virðist baráttan um kjósendur fyrst og fremst standa milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og einn af oddvitum Framsóknarflokksins hefur nýlega lýst því yfir að flokkurinn fari ekki í stjórn með fylgi undir tíu prósentum, en í fyrrnefndi könnun mælist hann með 7,6 prósent. En þar er ekki við stjórnarandstöðuna að sakast, þótt bæði Samfylking og Vinstri grænir taki eitthvað fylgi af Framsókn. Það er aftur á móti sláandi, að 28% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú, kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum. Þannig að ef einhver er að ganga frá núverandi stjórnarsamstarfi dauðu með hrakförum Framsóknarflokksins, þá eru það kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Lítum þá á stjórnarandstöðuna. Þar hafa fylgistölur í könnunum verið að breytast að undanförnu. Tæplega 30 prósenta fylgi Vinstri grænna fyrir nokkrum vikum, er nú komið í 17,5 prósent og Samfylkingin er heldur að mjakast upp á við og mælist nú í rúmum 25 prósentum hjá Gallup. En þegar væntanlegir kjósendur þessara flokka eru skoðaðir sést að fyrir utan trygga kjósendur þeirra frá fyrri kosningum, eru Vinstri grænir að hirða mest af samfylkingunni. Tæplega 20 prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Vinstri græna nú, kusu Samfylkinguna í síðustu kosningum. Á móti eru 11 prósent af núverandi stuðningsmönnum Samfylkingarinnar fyrrverandi kjósendur Vinstri grænna, þannig að gróflega má segja að nettó vinningur Vinstri grænna á Samfylkinguna sé 9 prósent.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira