Innlent

Fjórtán stútar gripnir um helgina

MYND/Guðmundur

Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Fjórir voru stöðvaðir á föstudag, tveir á laugardag og átta á sunnudag.

Eftir því sem segir í tilkynningu frá lögreglunni voru ellefu ökumannanna karlmenn, þar af rúmur helmningur á aldrinum 21-23. Þá voru 60 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sama tímabili en fimm þeirra má rekja til ölvunaraksturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×