Innlent

Viðgerð hafin á vél Flugstoða

Vél Flugstoða sem skemmdist í janúar.
Vél Flugstoða sem skemmdist í janúar. MYND/Daníel Rúnarsson

Viðgerð er um það bil að hefjast á vél Flugmálastjórnar, sem hlekktist á í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í janúar. Hún tilheyrir nú Flugstoðum ohf. og segir Þorgeir Pálsson forstjóri þeirra, að hún komist væntanlega í gangið í sumar.

Búið er að semja við erlent fyrirtæki um viðgerðina. Vél frá sænsku flugvallastofnuninni hefur séð um eftirlit og mælingar á aðflugsbúnaði flugvalla hér á landi þegar á hefur þurft að halda, í fjarveru íslensku vélarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×