Innlent

Nýjustu Ísfirðingarnir á vefnum

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Fæðingardeild fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði hefur sett upp nýburasíðu, þar sem hún birtir upplýsingar um börn sem fæðast á deildinni.

Brynja Pála Helgadóttir ljósmóðir sagði í samtali við Bæjarins besta að síðan leggist vel í fólk, það sé forvitið um fæðingar á svæðinu og foreldrum finnist spennandi að sjá krílin á vefnum. Fleiri sjúkrahús halda úti svipuðum síðum, til dæmis sjúkrahúsin á Selfossi og Akranesi.

Á síðunni eru myndir af börnunum, upplýsingar um stærð og fæðingardag, nöfn foreldra og ljósmóður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×