Lífið

Hasselhoff segist vera alkahólisti

Hasselhoff segist hafa lært af því að horfa á myndbandið og vonar að aðrir geti lært af því líka.
Hasselhoff segist hafa lært af því að horfa á myndbandið og vonar að aðrir geti lært af því líka.

Baywatch leikarinn góðkunni David Hasselhoff viðurkenndi á fimmtudaginn að hann ætti í vandræðum með áfengi. Myndband sem dætur hans tóku af honum undir áhrifum komst í dreifingu á netinu.

Þar sést Hasselhoff liggjandi á gólfi að borða hamborgara. Meðan dóttir hans skammar hann fyrir drykkjuna.

Í yfirlýsingu frá leikaranum sem birt var á fimmtudaginn sagðist hann vera alkahólisti í bata en hafi átt stutt fall í þetta eina skipti. Hann væri búinn að ganga í gegnum erfiðan skilnað og hefði lítið getað séð börnin sín vegna vinnu.

Hann sagði dætur sínar hafa tekið upp myndbandið, þær hefðu haft áhyggjur af honum og viljað sýna honum hvernig hann væri þegar hann væri drukkinn. Myndbandið hafi síðan komst í hendurnar á óprúttnum aðilum sem komu því í almenna dreifingu.

Hann sagðist hafa séð myndbandið og lært af því. Vonar hann einnig að aðrir geti lært eitthvað af því.

Hægt er að sjá myndbandið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.