Innlent

Sinueldar valda astmaveikum óþægindum

Sýslumaðurinn á Akureyri telur að banna eigi bændum að brenna sinu. Astmaveikir urðu fyrir miklum óþægindum vegna reykjarkófs í Eyjafjarðarsveit um helgina.

Síminn var rauðglóandi hjá lögreglunni á Akureyri á tímabili um helgina þegar mikill fjöldi fólks lýsti óánægju vegna sinuelda í Eyjafirði. Kvartanir bárust um að ekki væri hægt að láta börn sofa úti og þá þurftu astmaveik börn að leika sér inni í veðurblíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×