Innlent

Baráttudegi verkalýðsins fagnað

Fyrsta maí kröfuganga fer frá hlemmi í dag og leika Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur fyrir gönguna. Safnast verður saman við Hlemm klukkan eitt en gangan leggur af stað klukkan hálf tvö.

Útifundurinn hefst á Ingólfstorgi klukkan tíu mínútur yfir tvö með ávarpi Grétars Þorsteinssonar forseta ASÍ. Þá heldur Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands ávarp á fundinum og Hjördís Rós Egilsdóttir formaður Iðnemasambands Íslands. Hljómsveitin Baggalútur og félagar úr Gospelkór Reykjavíkur spila fyrir fundargesti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×