Kirkjan gengur ekki í takt með þjóðinni 26. apríl 2007 19:24 Fáránlegt er að halda því fram að íslenska þjóðkirkjan hefði sagt sig úr lögum við aðrar kirkjur hefði hún heimilað samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Þetta segir prestur sem telur kirkjuna ekki ganga í takt með þjóðinni. Þegar greidd voru atkvæði um hvort leyfa ætti samkynhneigðum að ganga í hjónaband á Prestastefnunni á Húsavík í gær sögðu 66 nei en 22 já. Óskar H. Óskarsson prestur í Akureyrarkirkju er afar ósáttur við niðurstöðu gærdagsins.Hann segir niðurstöðuna vonbrigði. Þeir sem vilja hag samkynhneigðra sem mestan fóru fram á að atkvæðagreiðslan yrði leynileg en því var hafnað. Óskar telur ekki ólíklegt að fleiri hefðu sagt já í gær ef atkvæði hvers og eins hefði ekki verið opinbert. Hann segir marga hafa viljað leynilega kosningu þar sem þetta væri viðkvæmt mál og fólk ekki tilbúið að segja hvar það standi. Á það var ekki fallist.„Ég tel að það hafi skipt máli, þótt það hafi kannski ekki verið úrslitaatriði," sagði Óskar og bætti við „Við erum enn að takast á um þetta innan stéttarinnar og það er viðkvæmt að segja sína skoðun." Kirkjan er því klofin í tvennt í þessu máli. En hvað segir séra Óskar um þau rök sem komið hafa frá öðrum prestum um að íslenska þjóðkirkjan hefði brotið lög við aðrar kirkjur hefði hún sagt já við hjónabandi samkynhneigðra?Þótt friðsælt hafi verið á yfirborðinu þegar prestar komu saman í Húsavíkurkirkju, mun það ekki hafa verið raunin þegar prestar kusu um þetta efni. Menn telja að fordómar hafi fengið að vaða uppi hjá sumum og það hafi verið ástæða þess að fjölmiðlum hafi ekki verið hleypt að samkomunni. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Fáránlegt er að halda því fram að íslenska þjóðkirkjan hefði sagt sig úr lögum við aðrar kirkjur hefði hún heimilað samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Þetta segir prestur sem telur kirkjuna ekki ganga í takt með þjóðinni. Þegar greidd voru atkvæði um hvort leyfa ætti samkynhneigðum að ganga í hjónaband á Prestastefnunni á Húsavík í gær sögðu 66 nei en 22 já. Óskar H. Óskarsson prestur í Akureyrarkirkju er afar ósáttur við niðurstöðu gærdagsins.Hann segir niðurstöðuna vonbrigði. Þeir sem vilja hag samkynhneigðra sem mestan fóru fram á að atkvæðagreiðslan yrði leynileg en því var hafnað. Óskar telur ekki ólíklegt að fleiri hefðu sagt já í gær ef atkvæði hvers og eins hefði ekki verið opinbert. Hann segir marga hafa viljað leynilega kosningu þar sem þetta væri viðkvæmt mál og fólk ekki tilbúið að segja hvar það standi. Á það var ekki fallist.„Ég tel að það hafi skipt máli, þótt það hafi kannski ekki verið úrslitaatriði," sagði Óskar og bætti við „Við erum enn að takast á um þetta innan stéttarinnar og það er viðkvæmt að segja sína skoðun." Kirkjan er því klofin í tvennt í þessu máli. En hvað segir séra Óskar um þau rök sem komið hafa frá öðrum prestum um að íslenska þjóðkirkjan hefði brotið lög við aðrar kirkjur hefði hún sagt já við hjónabandi samkynhneigðra?Þótt friðsælt hafi verið á yfirborðinu þegar prestar komu saman í Húsavíkurkirkju, mun það ekki hafa verið raunin þegar prestar kusu um þetta efni. Menn telja að fordómar hafi fengið að vaða uppi hjá sumum og það hafi verið ástæða þess að fjölmiðlum hafi ekki verið hleypt að samkomunni.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira