Innlent

Alvarlegustu umferðarslysin á þjóðvegum í dreifbýli

Alvarlegustu bílslysin hér á landi eiga sér stað á þjóðvegum í dreifbýli og nær 75% banaslysa í umferðinni eru fyrir utan borgarmörkin. Þjóðvegir landsins eru hættulegir og laga þarf umhverfi þeirra til að draga úr alvarlegum bílslysum vegna útafaksturs segir deildarstjóri hjá Vegagerðinni.

Í tilefni af umferðaröryggisviku Sameinuðu þjóðanna hélt Umferðarstofa fræðslu og umræðufund á Hótel Loftleiðum í morgun. Auður Þóra Árnadóttir deildarstjóri hjá Vegagerðinni var meðal fyrirlesara í dag og hún segir þjóðvegi landsins stórhættulega.

 

Helstu tegundir umferðarslysanna eru annars vegar útafakstur og hins vegar framanáakstur. Auður segir að margt þurfi að gera við þjóðvegi landsins ef bæta eigi öryggi þeirra að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×