Innlent

CANTAT-3 kominn í lag

MYND/EOL
Áhöfn kapalskipsins Pacific Guardian hefur lokið fullnaðarviðgerð á CANTAT-3 sæstrengnum sem bilaði milli Íslands og Kanada 16. desember s.l. Í janúar var reynt að gera við strenginn en viðgerðarskip varð þá frá að hverfa vegna veðurs.

Unnið er að því að setja fjarskiptaumferð á strenginn að nýju og er búist við að umferð verði komin í eðlilegt horf fyrir lok vikunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×