Innlent

Yfir 20 stiga hiti í kortunum

MYND/Heiða

Mjög hlýtt loft sækir nú að landinu og eru horfur á að hiti fari um og eftir helgi í yfir 20 stig til landsins á norðanverðu landinu.

„Já, það eru afar mikil hlýindi í kortunum þegar nær dregur helgi og ef ekki verður breyting á má búast við um eða yfir 20 stiga hita til landsins hér og hvar á norðaustanverðu landinu á laugardag og sunnudag," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2.

Hann segir að horfur séu á björtu veðri á þessum svæðum þessa daga með fremur hægum vindi. „Þetta myndi maður leyfa sér að kalla rjómablíðu á miðju sumri," segir Sigurður. „Svo maður leiki sér nú aðeins með spárnar eru horfur á að á mánudag og þriðjudag geti hitinn náð 20 stigum á Vesturlandi og er þá Borgarfjörðurinn afar líklegur staður í þessum efnum," bætir hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×