Innlent

Peningaverðlaun í boði í Reykjavíkurmaraþoni

MYND/Vilhelm

Hundrað þúsund krónur verða veittar þeim sem sigrar í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis sem fram fer 18. ágúst næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem peningaverðlaun eru í boði í hlaupinu en þau ná til þriggja fyrstu í heilu maraþoni, hálfu maraþoni og 10 kílómetra hlaupi auk brautarmeta í heilu og hálfu maraþoni.

Sá sem sigrar í hálfu maraþoni hlýtur 80 þúsund krónur og 50 þúsund krónur koma í hlut þess sem sigrar í 10 kílómetra hlaupi. Í tilkynningu frá aðstandendum hlaupsins segir að í ár verði sérstök áhersla lögð á afrekshlaupara jafnframt því sem almennir hlauparar verða áfram hvattir til þátttöku. Þetta sé liður í að vekja áhuga á hlaupaíþróttinni og gera þeim sem hana stunda tækifæri til að keppa við afreksmenn um vegleg verðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×