Innlent

Dráttarvagni ekið á vél Icelandair í Kaupmannahöfn

MYND/Teitur

Flugvél á vegum Icelandair sem halda átti frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn til Íslands um hádegisbil með um 200 farþega komst ekki í loftið vegna óhapps.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, rakst dráttarvagninn sem átti að draga vélina frá flugstöðinni í nefjól vélarinnar þannig að það laskaðist.

Viðgerð á hjólinu lýkur ekki fyrr en á morgun og því þurfti að senda vél frá Íslandi til Danmerkur og lendir hún í Kaupmannahöfn í kvöld. Hún heldur svo beint heim og kemur til Íslands seint í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×