Innlent

Slökkviliðsmenn leggja sig í mikla hættu

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, sem er á vettvangi brunans í miðbænum segir slökkvistarf hafa gengið vel en mikið starf sé enn eftir. Hann segist stoltur af framgöngu sinna manna en þeir leggi sig í mikla hættu.

Hætta sé á að þakið hrynji á húsunum og því fari menn að öllu með gát. Jón Viðar segir slökkvilið hafa rofið húsþökin til þess að komast betur að eldinum. Þetta sé erfið glíma þar sem mikið af timbri sé í húsunum. Jón Viðar segir lögreglu strax hafa lokað svæðinu af og vel hafi gengið að komast að staðnum. Hann segir ekki vitað hver eldsupptök séu.

Á myndskeiði með fréttinn má sjá hvernig eldurinn teygir sig út um glugga Café Óperu fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×