Innlent

Eiga bótakröfu á speglabeyglara ef hann verður sakfelldur

MYND/Stöð 2

Lögreglan handtók í nótt mann sem hafði gengið berserksgang um vesturbæ Reykjavíkur og barið og beyglað spegla á minnst 27 bílum.

Lögregla fékk tilkynningu um að tveir væru á ferð en maðurinn var bara einn að verki þegar lögregla kom á vettvang. Hann var mjög ölvaður og því látinn sofa úr sér í fangageymslu. Hann var yfirheyrður nú í morgunsárið.

Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda en einungis þeir sem eiga kaskótryggingu geta krafist bóta hjá tryggingafélagi sínu. Hins vegar er ljóst að ef verknaðurinn sannast á hinn handtekna eiga bíleigendur bótakröfu á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×