Íslandsmet í fiskveiðum? Tveir menn með 17 tonn á tíu tímum 27. mars 2007 18:52 Fréttir af gríðarlegum aflabrögðum halda áfram að berast úr höfnum um land allt. Sjómennirnir tveir úr Bolungarvík, sem komu með sautján tonn af steinbít að landi í gær úr tíu tíma veiðiferð, hafa að öllum líkindum sett Íslandsmet í fiskveiðum. Skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins á ævinni.Þessi fimmtán tonna smábátur, Guðmundur Einarsson ÍS, var aflahæstur allra smábáta við Ísland á síðasta fiskveiðiári, með 1510 tonn. Tveir aðrir bátar úr Bolungarvík komu næstir á eftir með litlu minni afla, Hrólfur Einarsson og Sirrý. Aflinn úr veiðiferðinni í gær var hins vegar slíkur að hvorki heimamenn né sérfræðingar á fiskistofu hafa heyrt um þvílíka veiði hjá bát af þessari stærð. Þeir Egill Jónsson og Bjarki Friðbergsson réru út klukkan fimm í gærmorgun og komu að landi um þrjúleytið með sautján tonn um borð og 47 kílóum betur. Aflinn var fenginn á línu, sem vel að merkja, fimm menn í landi beittu, en þeir teljast einnig til áhafnar, en alls réru þeir út með 28 bala af línu.Ellefu fiskikör um borð voru öll kjaftfull, en rúmuðu aðeins innan við helming aflans. Restin af aflanum var dreifð um allan bát og raunar hluti geymdur í hafi því svo drekkhlaðinn var báturinn orðinn að þeir neyddust til að skilja eftir í sjónum 4 bala af línu. Þeir sóttu svo í dag aflann sem þeir skildu eftir í gær og reyndust þar vera tvö tonn til viðbótar. Þeir veiddu því í raun nítján tonn þennan dag. Fiskisagan flaug hratt um bæinn og heimamenn í Bolungarvík flykktust niður á bryggju til sjá ævintýrið með eigin augum. Reyndir menn telja að búast megi við jafnvel enn meiri afla á næstu dögum. Útgerðarfélagið Ós gerir út bátinn en aflinn var seldur á markaði og fengust um eitthundrað krónur fyrir steinbítskílóið, eða samtals um 1,7 milljónir króna. Þessi væna lúða kom einnig með. Það eina sem sjómennirnir kvörtuðu undan var hvað það tók þá langan tíma að landa aflanum.Drekkhlaðnir bátar streyma inn á hafnir á Suðurnesjum, aðallega með þorsk og hafa löndunarmenn ekki undan. Svo mikill er aflinn að í Grindavík lágu nú síðdegis átta bátar í löndunarbið. Þar hafa smábátar einnig verið í mokfiskeríi og landaði Gísli Súrsson 16,9 tonnum í gær, og Auður Vésteinsdóttir og Hraunsvík lönduðu um fimmtán tonnum hvor, en allir eru þessi bátar um fimmtán tonn að stærð. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Fréttir af gríðarlegum aflabrögðum halda áfram að berast úr höfnum um land allt. Sjómennirnir tveir úr Bolungarvík, sem komu með sautján tonn af steinbít að landi í gær úr tíu tíma veiðiferð, hafa að öllum líkindum sett Íslandsmet í fiskveiðum. Skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins á ævinni.Þessi fimmtán tonna smábátur, Guðmundur Einarsson ÍS, var aflahæstur allra smábáta við Ísland á síðasta fiskveiðiári, með 1510 tonn. Tveir aðrir bátar úr Bolungarvík komu næstir á eftir með litlu minni afla, Hrólfur Einarsson og Sirrý. Aflinn úr veiðiferðinni í gær var hins vegar slíkur að hvorki heimamenn né sérfræðingar á fiskistofu hafa heyrt um þvílíka veiði hjá bát af þessari stærð. Þeir Egill Jónsson og Bjarki Friðbergsson réru út klukkan fimm í gærmorgun og komu að landi um þrjúleytið með sautján tonn um borð og 47 kílóum betur. Aflinn var fenginn á línu, sem vel að merkja, fimm menn í landi beittu, en þeir teljast einnig til áhafnar, en alls réru þeir út með 28 bala af línu.Ellefu fiskikör um borð voru öll kjaftfull, en rúmuðu aðeins innan við helming aflans. Restin af aflanum var dreifð um allan bát og raunar hluti geymdur í hafi því svo drekkhlaðinn var báturinn orðinn að þeir neyddust til að skilja eftir í sjónum 4 bala af línu. Þeir sóttu svo í dag aflann sem þeir skildu eftir í gær og reyndust þar vera tvö tonn til viðbótar. Þeir veiddu því í raun nítján tonn þennan dag. Fiskisagan flaug hratt um bæinn og heimamenn í Bolungarvík flykktust niður á bryggju til sjá ævintýrið með eigin augum. Reyndir menn telja að búast megi við jafnvel enn meiri afla á næstu dögum. Útgerðarfélagið Ós gerir út bátinn en aflinn var seldur á markaði og fengust um eitthundrað krónur fyrir steinbítskílóið, eða samtals um 1,7 milljónir króna. Þessi væna lúða kom einnig með. Það eina sem sjómennirnir kvörtuðu undan var hvað það tók þá langan tíma að landa aflanum.Drekkhlaðnir bátar streyma inn á hafnir á Suðurnesjum, aðallega með þorsk og hafa löndunarmenn ekki undan. Svo mikill er aflinn að í Grindavík lágu nú síðdegis átta bátar í löndunarbið. Þar hafa smábátar einnig verið í mokfiskeríi og landaði Gísli Súrsson 16,9 tonnum í gær, og Auður Vésteinsdóttir og Hraunsvík lönduðu um fimmtán tonnum hvor, en allir eru þessi bátar um fimmtán tonn að stærð.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira