Innlent

Lóan er komin til Hornafjarðar

Lóan er komin. Björn Arnarson fuglaáhugamaður og starfsmaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar sá lóu á flugi í Einarslundi í morgun um klukkan 7:30. Björn segir í samtali við fréttavef Hornafjarðar að þetta sé hennar tími því algengast er að hún komin hingað frá 24. til 28. mars.

Að sögn Björns þá er þröstum farið að fjölga sem einnig er góður vorboði. Þeir félagar og fuglaáhugarmenn Brynjúlfur Brynjólfsson og Björn Arnarson mæta í Einarslund í morgunsárið til að setja upp fuglanet til að fanga fugla og merkja. Börn segir að merkingarnar fari rólega af stað og í morgun voru til dæmis merktir 11 fuglar en á góðum degi eru það 50 til 60 sem eru merktir. Þegar mest var merkt voru það 135 fuglar sem voru merktir sama daginn og var það í fyrra.

Í gær fannst Páfiðrildi í Skinney-Þinganesi sem hefur komið með umbúðum frá Evrópu og segir Björn að það bíði þess verða sett upp í náttúrugripasafninu hér á Höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×